Foreldrar eru mikilvægir mótunaraðilar í hreyfivenjum barna. Jákvætt viðhorf og hvatning foreldra ásamt því að vera góðar fyrirmyndir skiptir sköpum fyrir barnið.
Þá er einnig gott að hafa í huga að hreyfing barna þarf ekki að veraskipulögð. Leikurinn ætti að vera rauði þráðurinn í hreyfingu barna.Ein klukkustund á dag utan skólatíma í leikjum úti er fyllilega nóg fyrir börn en þau mega alltaf hreyfa sig meira.
Viðhvetjum því foreldra til að gefa börnum sínum gott veganesti út í lífiðmeð því að hvetja þau til að hreyfa sig á hverjum degi.