Gildi hreyfingar

Nútíma lifnaðarhættir krefjast enn minni hreyfingar en áður. Börn og fullorðnir sitja lengur  við nám og vinnu en áður þekktist, sjónvarpsáhorf hefur aukist og seta við tölvur hefur nú bæst við afþreyingu barna. Börn og fullorðnir eyða margfalt meiri tíma í bíl en áður. Þessar breytingar á lifnaðarháttum undanfarna áratugi hafa valdið því að fólk hefur fitnað. Nú er talið að um þriðjungur grunnskólabarna á Íslandi séu of þung og stefnir í að um helmingur verði of þungur eftir nokkur ár ef ekkert er að gert. Stærsti þátturinn í þessari þróun er hreyfingarleysi. Samkvæmt rannsóknum getur ein klukkustund af meðal erfiðri hreyfingu á dag komið í veg fyrir að barn verði of þungt.

Það er til mikils að vinna því næg hreyfing og gott líkamsástand barna:

  • Eykur sjálfstraust.
  • Eykur þol.
  • Kemur í veg fyrir offitu.
  • Eykur vellíðan.
  • Bætir námsárangur.
  • Losar um streitu.

Ein klukkustund á dag kemur heilsunni í lag.

This entry was posted in Greinar. Bookmark the permalink.

Leave a Reply