Finnið tækifæri til æfinga í daglega lífinu t.d. ganga út í búð, leggja bílnum lengra frá áfangastað, nota stiga í stað lyftu.
Kaupið leikföng og gjafir sem hvetja til hreyfingar t.d. bolta, íþróttaáhöld og leiki sem krefjast hreyfingar
Munið að heimilsverk er hreyfing, t.d. garðvinna, þvo bílinn, þurrka af eða moka snjó.
Finnið eitthvað skemmtilegt sem krefst hreyfingar til að fagna einhverju t.d. göngu út í náttúrunni til að halda upp á afmæli.
Aukið hreyfingu um helgar t.d. gönguferðir, fljúga flugdreka og sund.
Skipuleggið hreyfingu fyrir alla fjölskylduna a.m.k. einu sinni í viku t.d. hjóla, fara í lengri gönguferðir.
Takið þátt í íþrótta- og tómstundastarfi.