Nýjar rannsóknir sýna að unglingar fitna vegna skorts á hreyfingu

Samkvæmt vef bandarísku ACE samtakanna hefur nýleg rannsókn  University of California San Diego School of Medicine og  San Diego State University  gefið til kynna að skortur á hreyfingu væri helsti áhættuþátturinn varðandi offitu barna á aldrinum 11-15 ára.

Ný rannsókn sýnir að unglingar fitna vegna skorts á hreyfingu.

Samkvæmt vef bandarísku ACE samtakanna hefur nýleg rannsókn University of California San Diego School of Medicine og  San Diego State University  gefið til kynna að skortur á hreyfingu væri helsti áhættuþátturinn varðandi offitu barna á aldrinum 11-15 ára.

Rannsókninn náði til 878 einstaklinga á 45 heilsugæslustöðum í SanDiego.  Samkvæmt rannsókninni  hefur ofþungum unglingum fjölgað umtalsvert á síðustu árum.  En áhrif hegðunar eða lífstílls  á ofþyngd unglinga er ekki á fullu þekkt.   Tilgangur könnuninar var að kanna hvernig mataræði, hreyfing og kyrrsetu lífstíll tengist ofþyngd unglinga.

Daglegar athafnir eins og að ganga í skólann, íþróttakennsla, hreyfing eftir skóla, heimilsverk og almennur leikur hefur vikið fyrir kyrrsetu fyrir framan sjónvarp, tölvur og leikjatölvur, segir Ken Germano forseti ACE.  Þessi könnun staðfestir  nauðsyn  skipulagðrar hreyfingar fyrir unglinga.  Það er mikilvægt að kenna börnum okkar stöðugt að lifa virku og heilsusamlegu lífi til að forðast alvaleg heilsuvandamál í framtíðinni.

Staðreyndir um offitu í Ameríku.

  • Um 15 prósent barna og unglinga á aldrium 6-19 ára eiga við alvalegt offitu vandamál að stríða.
  • Fjöldi þeirra sem eru ofþung hefur þrefaldast síðna 1970.
  • Yfir 10 prósent leikuskólabarna á aldrinum 2-5 ára eru ofþung.
  • Önnur 15 prósent barna og unglinga á aldrinum 6-19 ára eiga það á hættu að verða offeit.
  • Rannsakendur hafa greint skerta sjálfsmynd tengda offitu hjá stúlkum allt niður í 5 ára aldur.
  • 1 af hverjum 5 börnum í bandaríkjunum eru ofþung.
  • 70% of feitra barna á aldrinum 10-13 ára verða of feit á fullorðis árum.
This entry was posted in Greinar. Bookmark the permalink.

Leave a Reply