2-5 ára
Við hverju er að búast? Á þessum aldri eru börn að læra grunnhreyfingar eins og:
- grípa
- velta
- dripla
- sparka og kasta bolta
- slá bolta með kylfu
- hoppa
- húla
- sippa
- hlaupa
- jafnvægisgöngu á línu eða slá
- hlauphopp
- hjóla á þríhjóli jafnvel tvíhjóli
Hvað á að gera þegar barnið þitt er á þessum aldri:
Foreldrar þurfa að hlúa vel að félagslegum-, greindar- og hreyfiþroska á þessum grunnuppbyggingar árum. Leikni sem barn lærir á þessum tíma er grunnur fyrir flóknari hreyfingar seinna meir. Að læra grunninn vel hjálpar börnum að ná árangri síðar.
Prufið að fara með börnin ykkar í íþróttaskóla og þess háttar sem hvetja börn til sköpunar og kenna þeim að stjórna líkama sínum í rúmi. Heima, reynið að segja sögur af dýrum og látið börninn leika söguna. Leggið áherslu á hreyfingu sem leik og verið dugleg við að hvetja og hrósa börnum fyrir að kanna og prufa nýjar heyfingar. Munið að börnum á þessum aldri finnst gaman að nota ímyndunaraflið.
5-8 ára
Við hverju má búast? Börn á þessum aldri get notað leikni í grunnhreyfingum til að framkvæma flóknari hreyfingar. Til dæmis í stað þess að slá kyrran bolta með kylfu getu það nú farið að slá boltan á hreyfingu. Þau geta leikið lengur og af meiri krafti en yngri börn. Sem þýðir að líkamleg geta þeirra getur aukist. Sum börn fá áhuga á skipulögðum hópíþróttum, en ekki endilega keppni.
Hvað á að gera þegar barnið þitt er á þessum aldri:
Það er góð hugmynd að skrá barnið þitt í keppnilausar íþróttir og hreyfinámskeið. Barnið þitt ætti að prófa hreyfingar eins og hjólreiðar, línuskauta, skauta, hlaup og aðrar hreyfingar. Fjölbreytt hreyfireynsla hjálpar börnum að finna hvað þau vilja. Fáið börn til að reyna mismunandi hreyfingu, jafnvel þó að það sé ekki uppáhalds hreyfing foreldris.
8-10 ára
Við hverju má búast? Börn geta nú tekið fullan þátt í hóp og félaga greinum og haldið áfram að bæta líkamlegt ástand sitt. Hreyfing styrkir hjarta, lungu, vöðva og bein. Börn á þessum aldri skortir þó hormóna til að mikil vöðvaaukning verði.
Athugið: samkvæmt rannsóknum Kenneth Cooper, MD, MPH, höfund KidFitness, virðist áhugi til að hreyfa sig minna hefjast á þessu aldursskeiði. Börn öðlast meiri sjálfsvitund og fara að bera sig meira saman við jafningja sína. Börn sem er bráðþroska hafa líkamalegt forskot og geta vikað sem ógnun við aðra krakka á sama aldri.
Hvað á að gera þegar barnið þitt er á þessum aldri:
Mælt er með þátttöku í íþróttahópum ef barnið sýnir áhuga. Munið að sýna mikinn stuðning. Heima við, hjálpið barninu þínu að fagna og fylgjast með framförum í hraða og úthaldi, jafnvel að halda bókhald yfir getu í ýmsum þrautum. Barnið gæti einnig haft gaman af styrktarþjálfun, það gæti bætt sjálfsálit barnsins og viðmót.
10-12 ára
Við hverju má búast? Börn geta haldið áfram þátttöku í hópíþróttum og einstaklingíþróttum, eins og göngu, sundi, skautum. Tekið þátt í dansi. Samþykki jafningja ákvarðar hvaða hreyfingu börn velja. Hormóna breytingar byrja á þessum aldir og kynþroskaskeiðið hefst semveldur því að börn geta skynjað sig á neikvæðan hátt þegar líkaminn þroskast.
Hvað á að gera þegar barnið þitt er á þessum aldri:
Leitið að greinum sem boðið er upp á mismunandi stig eins og byrjenda og lengra komna, til að finna eitthvað sem henta miðað við þroska og getu. Hjálpið barninu þínu að skipleggja hreyfingu sem barninu líkar. Jafnvel að hafa sér hreyfisvæði á heilmilinu fyrir krakkan þar sem það getur stundað hreyfingu og haft sína eigin tónlist til að hreyfa sig.
Hvernig getur þú hjálpað?
Hér eru nokkur ráð til að hvetja barnið þitt, sama á hvaða aldri það er.
Stundið sjálf líkamsrækt. Rannsóknir sýna að þar sem báðir foreldrar stunduðu hreyfingu, stunduðu einnig 95% barnanna hreyfingu.(Jafnvel þó að foreldrið sé ekki í mjög góðu formi, skiptir hvatningin og fyrirmyndin máli.)
Kennið börnum líkamsæfingar og kúnstir sem þið kunnið og reynið að finna fleiri til að kenna.
Leggið áherslu á að hreyfing sé skemmtilegt ævintýri og varist neikvæðar athugasemdir varðandi framistöðu barnsins.
Hvetjið skóla barna ykkar til að gefa tíma fyrir fjör og hreyfingu í umsjá hæfra leiðbeinanda.
Veljið rétt.
Hvort sem barnið þitt tekur þátt í skólaíþróttum, námskeiðum eða íþróttaþjálfun leitið að þjálfar eða kennara sem vinnur á eftirfarandi hátt:
Notast við hreyfingu sem er við hæfi miðað við aldur, getu og þarfir nemenda.
Hlúir að börnum sem einstaklingum og skapar keppnislaust umhverfi.
Fræðir börn um hreysti og hollustu.
Hefur áætlanir fyrir hópinn en getur brugðist við ef þær eru ekki að virka.
Er menntaður í íþróttum, skyndihjálp og öryggismálum.
Heimild: IDEAfit.com