Næstum allar aðferðir styrktarþjálfunar geta aukið styrk íþróttamanna, þó er óhætt að fyllyrðar að fáar aðferðir gera það á sama eða svipaðan hátt og ólympískar lyftingar. Snörun og jafnhending auka ekki aðeins styrk heldur einnig kraft(power), þáttur sem getur skipt sköpum fyrir getu íþróttamanna í keppni. Þar fyrir utan kefjast þær liðleika og fimi sem hafa mikið gildi fyrir íþróttir. En þetta er aðeins hluti af þeim mikla ávinningi sem Ol-lyftingar gefa.
Þjálfun Ol-lyftinga kennir íþróttamanninum að sprengja í hreyfingum liða(það er að virkja samtímis eins margar hreyfieinningar vöðva og hægt er þannig að sem hröðust hreyfing verði). Einn af eiginleikum lyftingamanna er að geta virkjað fleiri hreyfieiningar vöðva hraðar en þeir sem ekki eru eins þjálfaðir og að auki haft sterkari vöðva.
Þjálfun réttrar tækni í Ol-lyftingum kennir íþróttamanni að virkja vöðva og kraft í ákveðni röð í hreyfingum(frá miðju líkamanns og út í útlimina). Þetta hreyfimynstur getur verið hjálplegt þeim sem í sinni íþrótt þurfa að yfirfæra kraft yfir á aðra eða á áhöld.
Við þjálfun Ol-lyftinga læra íþróttamenn að fást við mótstöðu í mismunandi líkamsstöðum. Þetta er vegna þess að líkaminn vinnur við að hreyfa mótstöðuna á eins miklum hraða og hægt er í mismunandi átakshornum gegnum langan hreyfiferil. Slíkar breytingar á mótstöðu eru líklegri til að líkjast þeim hreyfingum sem verða í íþróttum.
Íþróttamaðurinn lærir einnig að vinna með utan að komandi hreyfikraft á virkan hátt og verður hæfari að vinna með slíkan kraft.
Íþróttamaðurinn lærir að skipta á virkan hátt á milli ekentrískar vinnu og konsentrískar vinnu(teygju og styttingar hringinn sem er notaður og þjálfaður í plyometrics þjálfun)
Hreyfingin sem gerð er við að framkvæma Ol-lyftu er algeng og grunnhreyfing margra íþróttagreina. Þess vegna henta snörun og jafnhending ákaflega vel í þjálfun.
Þjáfun Ol-lyftinga þjálfar sprengjukraft íþróttamanna, og í raun eru Ol-lyftingar meiri mælikvarið á sprengjukraft íþróttamann en nokkrar aðrar styrktaræfingar.
Síðan en ekki síst er gaman að æfa Ol-lyftingar. Með þeim er hægt að ná markmiðum sínum á áhrifaríkan og skemmtilegan mátt. Þar sem þjálfunin verður skemmtilegri er líklegt að áhugahvötin verði hærri sem ætti að skila betri árangri.
Til að geta náð sem bestum árangri í OL-lyftingaþjálfun, þarf íþróttamaðurinn að borga ákveðið gjald. Íþróttamaðurinn þarf að skuldbinda sig til að læra þá tækni sem notast er við í OL-lyftingum. Flestar almennar æfingar er hægt að læra í einum tíma, OL-lyftingar krefjast hins vegar meiri tækniþjálfun og skilnings í hreyfifræði af íþróttamanninum. Það er því mikilvægt að æfa undir stjórn reynds þjálfar í OL-lyftingum sem hefur góðan skilninga á viðfangsefninu og að æfa við fullnægjandi aðstæður. Margir halda að OL-lyftingar séu hættulegar, sem er einfaldlega rangt því meiðslatíðni í lyftingum er með því lægsta sem gerist í íþróttum. Þó geta lyftingar valdið meiðslum hjá þeim sem ekki læra ekki rétta tækni eða líkamsbeitingu hjá hæfum þjálfara. Íþróttamaður sem er ekki tilbúinn að leggja sig fram við að læra og ná tökum á lyftingum er líklega betur settur með að sleppa því að reyna, en þau sem hafa mentnaðinn til að ná lengra munu uppskera ríkulega með betri getu í sinni íþrótt.
Heimild: http://www.wlinfo.com/unique_value_of _ol