Hreyfingarleysi

Hreyfingarleysi er eitt stærsta vandamál nútíma lifnaðarhátta, og er stór áhættu þátturvarðandi sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, beinþynningu,vöðvabólgur og offitu.  Hreyfingarleysi er afleiðing breyttra lifnaðarhátta fólks, í dag vinna æ fleiri kyrrsettustörf, fara ferða sinna í bíl, nota lyftur í stað stiga, sitja lengur fyrir framan sjónvarp og telja sig hafa minni tíma til að stunda heilsurækt.  Allir þessir þættir leggjast á eitt að minnka daglega hreyfingu okkar.   Afleiðingarnar hafa verið að koma í ljós nú síðari ár, þar sem en fleiri íslendingar eru nú ofþungir eða offeitir.   Lifnaðarhættir barna og unglinga hafa einnig tekið sömu stefnu og nú er svo komið aðum það bil fimmtugur 9 ára barna á íslandi er ofþung.   Rannsóknir erlendis frá hafa sýnt að 50-70% feitra barn verða einnig feit á fullorðins árum.

This entry was posted in Greinar. Bookmark the permalink.

Leave a Reply