Líkaminn er skapaður fyrir hreyfingu ef við notum hann ekki hrörnar hann og gefur sig. Glöggt dæmi um þetta er að ef útlimur er settur í gips rýrna vöðvarnir sem undir eru og missa styrk sinn. Sama gildir um annað í líkamanum svo sem hjarta og bein. Þannig að ef ekki er reynt á hjarta, vöðva og bein með hreyfingu getur þaðvaldið sjúkdómum seinna á lífsleiðinni svo sem hjarta- og æðasjúkdómum,beinþynningu, vöðvabólgum og bakverkjum. Hreyfing hefur einnig áhrif á fleiri þætti. Þannig hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að hreyfing á yngri árum hefur áhrif á lífsstíll seinna meir. Unglingar sem þjálfa reglubundið reykja síður, eru að meðaltali léttari, ná betri námsárangri og líður betur.
Tenglar
-
Nýtt efni
- Protected: Liðleiki
- Olympískar lyftingar
- Hreyfing barna almennar upplýsingar
- Nýjar rannsóknir sýna að unglingar fitna vegna skorts á hreyfingu
- Hinn Þögli faraldur
- Gildi hreyfingar
- Líkaminn þarf hreyfingu
- Möguleikar til að auka daglega hreyfingu fjölskyldunar.
- Íslensk börn þjökuð af ofþyngd og offitu
- Umhverfisþættir sem auka orkuneyslu