Hreyfingarleysi

Hreyfingarleysi er eitt stærsta vandamál nútíma lifnaðarhátta, og er stór áhættu þátturvarðandi sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, beinþynningu,vöðvabólgur og offitu.  Hreyfingarleysi er afleiðing breyttra lifnaðarhátta fólks, í dag vinna æ fleiri kyrrsettustörf, fara ferða sinna í bíl, nota lyftur í stað stiga, sitja lengur fyrir framan sjónvarp og telja sig hafa minni tíma til að stunda heilsurækt.  Allir þessir þættir leggjast á eitt að minnka daglega hreyfingu okkar.   Afleiðingarnar hafa verið að koma í ljós nú síðari ár, þar sem en fleiri íslendingar eru nú ofþungir eða offeitir.   Lifnaðarhættir barna og unglinga hafa einnig tekið sömu stefnu og nú er svo komið aðum það bil fimmtugur 9 ára barna á íslandi er ofþung.   Rannsóknir erlendis frá hafa sýnt að 50-70% feitra barn verða einnig feit á fullorðins árum.

Posted in Greinar | Leave a comment

Hreyfing er lífsnauðsynleg

Líkaminn er skapaður fyrir hreyfingu ef við notum hann ekki hrörnar hann og gefur sig.  Glöggt dæmi um þetta er að ef útlimur er settur í gips rýrna vöðvarnir sem undir eru og missa styrk sinn.  Sama gildir um annað í líkamanum svo sem hjarta og bein.  Þannig að ef ekki er reynt á hjarta, vöðva og bein með hreyfingu getur þaðvaldið sjúkdómum seinna á lífsleiðinni svo sem hjarta- og æðasjúkdómum,beinþynningu, vöðvabólgum og bakverkjum.  Hreyfing hefur einnig áhrif á fleiri þætti.  Þannig hefur verið sýnt fram á  með rannsóknum að hreyfing á yngri árum hefur áhrif á lífsstíll seinna meir.   Unglingar sem þjálfa reglubundið reykja síður, eru að meðaltali léttari,  ná betri námsárangri  og líður betur.

Posted in Greinar | Tagged , | Leave a comment

Foreldrar mikilvægar fyrirmyndir

Foreldrar eru mikilvægir mótunaraðilar í hreyfivenjum barna.  Jákvætt viðhorf og hvatning foreldra ásamt því að vera góðar fyrirmyndir skiptir sköpum fyrir barnið. 

Þá er einnig gott að hafa í huga að hreyfing barna þarf ekki að veraskipulögð. Leikurinn ætti að vera rauði þráðurinn í hreyfingu barna.Ein klukkustund  á dag utan skólatíma í leikjum úti er fyllilega nóg fyrir börn en þau mega alltaf hreyfa sig meira.

Viðhvetjum því foreldra til að gefa börnum sínum gott veganesti út í lífiðmeð því að hvetja þau til að hreyfa sig á hverjum degi.      

Posted in Greinar | Leave a comment